Jújú, vissulega hafa læðst að mér grunur um að þú skilgreinir hugtök og fyrirbæri með hugmyndarfræði skólabókaskilgreininga, hvernig sem sú skilgreining eða hugmyndarfræði virkar.
Eða hvort skólabókaskilgreining sé yfir höfuð til án gagnrýnis sjónarmiðum frá öðrum eða mismunandi geirum skólabóka.
en er ekki frekar líklegt að í þessu umræðuefni tákni orðið hringur fullkominn hring
Í raun deilum við á tveimur forsendum.
a) hvað sé fullkomleiki, í samhengingu við hring.
b) hvort nauðsinlegt sé að ímynda sér ákveðið ferli, til þess að fá fullkomnan(óháð gildismati á fullkomleika) hring út í huganum.
Ef ég svara a), þá vil ég meina að fullkomleiki sé háður persónulegum gildismötum og skoðunum hvers og eins yfir fullkomleika. Fyrir þér er fullkominn hringur kanski bara háður því að hann sé allstaðar jafn langt frá miðpunkti, á meðan aðrir, takmarka fullkomleikann kannski við vissa stærð, lögun, áferð eða önnur markmið sem hugmyndarflugið getur skapað.
Sambandi við b) lið, þá tel ég ekki nauðsinlegt, að þurfa hugsa ákveðið ferli eða gjarðir, til að fá ákveðið form út.
Sérstaklega í ljósi þess, að þær gjarðir eru líka háðar því hvort við gerum hlutina í hausnum án mistaka.
Sem sagt, ef ég get ýmindað mér “fullkominn” (mið)punkt. Get ég alveg eins hugsað mér að ummál punktsins sé óreglulegt eða reglulegt(fullkomið?).
Þar af leiðandi hef ég ekki þurft radíus til þess að uppfylla “fullkoleika” hringsinns, né ófullkomleika þess.
Einnig vil ég meina að radíus, sé beinn geisli. Og fyrst að hann sé beinn, hvað er það sem segir að ég geti bara ímindað mér sum fyrbæri fullkomlega bein, en ekki önnur fullkomleg bogin?