Það vilja allir hamingju right?
Ég vil hamingju… hvernig svo sem ég fer að því að ná í hana.
En hver er tilgangurinn í hamingju?
Mér er svosem sama… mér líður vel, og langar að halda áfram að líða vel. Nóg fyrir mig.
Eins og ræðumenn hér að ofan.
Að horfa á lífið frá réttu sjónarhorni breytir öllu, þú getur fundið fallega hluti allstaðar.
Og það er það sem mér líkar við ljósmyndun og list yfir höfuð; Að gera hluti, sem eru við fyrstu sýn og vanalega “ekki neitt” og ómerkilegir, “eitthvað”.
Fólk getur tekið mynd af brotnu ljósi eða riðguðum bíl, sem hinn venjulega maður myndi bara labba framhjá án þess að beina neinni athygli að því, og gert þetta brotna ljós, gamlan saur úr hesti, ljóta loftræstidótið í loftinu í Hagkaup eða jafnven gömlu nærbuxurnar hans afa verða “Eitthvað” úr “engu”. Fólk, eins og ég, sér þessar myndir og maður fær einhverja ólýsanlega tilfinningu, og þannig hefur listamaðurinn einhverneginn gert “eitthvað” úr “engu”.
En nú er ég kominn langt út fyrir efnið, og farinn að verða hálf kjánalegur.
Ashy…