Fyrst langar mig að benda á að sögnin að skapa felur í sér skapara (Guð) sem þarf ekki að vera rauninn. „Hvað var það sem orsakaði miklahvell?“ er samt sem áður ágæt spurning. Það er ómögulegt fyrir vísindamenn að vita það, að svo stöddu allavega, því að þeir geta ekki séð aftur í tímann svo langt. Þetta leiðir svo til áhugaverðrar spurningar: „Hvað er hægt að vita?“
Öll mælitæki eru að sjálfsögðu takmörkuð við það sem hægt er að hafa reynslu af, en er þá víst að við getum vitað hvað orsakaði miklahvell? Það er hugsanlegt að það væri hægt að gera sér hugmyndir um það með því að geta sér til um hvað þarf til að orsaka slíkt, en það er erfitt að kalla slíkt svar áreiðanlegt. Það er ekki einu sinni hægt að raunprófa slíkt (eða ég sé allavega ekki hvernig það væri hægt þótt svo að raunin gæti orðið önnur).