Litir ákvarðast af efni hlutar, þeas hvernig ljósið endurkastast af efninu.
Svartur, þá endurkastast lítið sem ekkert ljós, og því sem liturinn verður ljósari, því meira ljós endurkastast. (Þegar ég tala um að ekkert ljós endurkastast, þá á ég auðvita við ljós sem við sjáum venjulega sem liti)
Ef himininn er grænn, þá er þessi “himinn” öðruvísi en sá himinn sem við þekkjum og spurning hvort við séum þá enþá að tala um himinn. Sömuleiðis með grasið.
Hvað um snjóinn? Erum við að tala um sjó eins og við þekkjum vanalega eða hvað vitum við meira um hann?
Þessi spurning er að öllu leiti gölluð og ólógísk.
Þvi miður.
Það er svo reyndar hægt að hugsa þessa spurningu svolítið öðruvísi.
Ef litirnir væru þeir sömu, bara öðruvísi orð yfir þá. Þá breytist spurning algjörlega…
En þá fer maður í pælinguna, það eru mismunandi túngumál, mismunandi orð yfir hluti. Orange - Appelsínugulur.
Og það er hálf kjánaleg pæling ef þú spyrð mig… :)
Ashy…