Það eru til litir sem þú getur ekki upplifað. Í þeim skilningi getur þú ekki þekkt þá eða vitað um þá. Til dæmis er afar ólíklegt að þú sjáir útfjólublátt ljós og því getur þú ekki upplifað það eða þekkt. Það er samt til fólk sem ekki hefur augasteina og getur það. Hinsvegar getur þú numið með mælitækjum mismunandi ljóstíðni og gert greinarmun á því. En það er vitaskuld munur á ljóstíðni og lit.
Auk þess má nefna áhrif tungumálsins á upplifun okkar. Eitt áhugaverðasta vandamál heimspekinga, sálfræðinga og taugafræðinga er að skilja hvernig tungumál hefur áhrif á hvað við sjáum. Á meðan við þekkjum aðeins eitt orð yfir appelsínugult þá eru til þjóðflokkar sem hafa mörg orð yfir mismunandi appelsínugula, þeir geta gert greinarmun á milli fleiri litbrigða guls en við.
Hér er áhugaverð grein um málið sem birtist í Economist fyrir tveimur dögum:
http://www.economist.com/science/displaystory.cfm?story_id=8548630