Smá tilbreyting frá meintum pælingum um vafasamt samhengi gvuðs og ýmissa efnasambanda kísils og súrefnis, þá langar mig til að velta upp smá spurningu hérna.
Ég vil fá fólk til að segja mér hvað það meinar þegar það segir að eitthvað hafi verið vísindalega sannað.
Hvað felst eiginlega í þessu orðasambandi sem virðist vera svo vinsælt hérna?
Ef eitthvað hefur verið sannað, hvað gerist þá ef einhver finnur einhverjar vísbendingar sem benda gegn umræddri sannaðri “staðreynd”? Gerist það kannski bara ekkert?
Hvað haldið þið?