Ég setti þetta soldið illa fram, mér fannst ég sjá “mína” skilgreiningu (mér sjálfum finnst fullkomleiki vera hálfgert takmark, ímyndun eða dómur einhvers, en hefur áhrif á annað) í þessu sem Descartes sagði. Og notaði hans orð gegn honum, en klúðraði þessu þannig að ég gerði þau að mínum eigin…
Annars er viðhorf mitt til sannana almennt þetta:
Algeng (og nokkuð gamaldags verð ég að segja) merking orðsins “sönnun” er algjör vissa um að eitthvað ER einhvern vegin og að allir sjái það eins. En það er í raun ekkert annað en trú á að mynstrin ofin úr þeim upplýsingum sem skynfærin gefa okkur séu eitthvað meira en líkön.
Hins vegar er hægt að sætta sig við að maður lifi bara í hugarburði, í besta falli líkani. Þá er ekki úr vegi að endurskilgreina sönnun til að gera þetta orð nothæft.
(Eftirfarandi er bara tillaga að nýrri skilgreiningu):
Sönnun er þegar upplýsingar passa inní líkanið manns, og til að eitthvað geti passað inní líkanið þarf líkanið að vera línulegt og búið til úr mynstrum (ég lít á óreiðu sem mynstur sem er of flókið fyrir mig til að sjá út). Ég get ekki hugsað mér hvernig hlutir eigi að geta “passað” í ólínulegu líkani, með línulegu líkani er líka hægt að sjá út eyður í líkaninu (kallað ímyndunarafl…).
Ég var aðallega að spá í rökrænu samhengi í kenningum Descartesar, mér finnst að heimspeki almennt ætti að miða meira að því að lýsa innri byggingu hugarheima spekingana svo hægt sé að gagnrýna þá á sýnum eigin forsendum, í raun er það fáránlegt að eitthvað fyrirfram gefið sem allir sjá eins, “hinn sannni heimur”, eigi að vera til.
En aftur að Descartes. Mér finnst maður sem telur guð vera part af því sem hann getur skynjað
af því að hann getur ímyndað sér hann með negatívri afleiðingu (að ímynda sér hlut með að taka skynjaðan hlut og hverfa hann í það sem hann er ekki, “snúa honum við”) á einhverju sem hann hefur séð, vera kominn í ansi varhugaverðar pælingar. Með sama móti væri hægt að sanna þessa
kenningu, jörðin er hol að innan og þar býr fólk inn í kúlu, í stað ofan á kúlu eins og jörðin er - ég játa að þetta er léleg samlíking þar sem aðeins einn þáttur hugtaksins “lík á jörðinni” er “bakhverfður”. En ég vona að þú skiljir hvert ég er að fara.
Þar sem ég efast um að Descartes hafi verið svona undarlegur hugsuður tel ég að hann hafi verð að meina að guð sé aðeins hugtak sem við getum ekki fengið í gegnum skynfærin (sem sagt óraunverulegt).
Bætt við 19. janúar 2007 - 00:41 “líf á jörðinni” á það að vera, ekki “lík á jörðinni”