Vísvitandi setti ég heimspeki ekki inn sem sér flokk, heldur valdi ég að flokka heimspekina undir hugvísindi (fór þar eftir flokkun menntakerfisins). Hins vegar valdi ég að hafa dulspeki með í könnuninni.
Könnunin sýndi að 30% þeirra sem svöruðu heillast mest af raunvísindum, dulspeki fékk 16%, sagnfræði 14% og hugvísindi fengu 3% (er ekki að telja allt upp).
Það vakti athygli mína að 14% merkja við „Annað” og fór ég að velta því fyrir mér hvort þeir sem stundi heimspeki áhugamálið og svöruðu könnuninni hafi frekar valið að svara undir Annað heldur en hugvísindi?
Út frá þessum vangaveltum ákvað ég að búa frekar til þráð á korkasvæðinu heldur en að senda inn nýja könnun.
Ég sendi sömu vangaveltur inn á kork á /visindi en hef ekki fengið mikil viðbrögð við þessum pælingum þar, þannig að ég afréð að skella þessu hingað inn líka.
Endilega segið skoðun ykkar á þessu máli, hvort Hugarar á /heimspeki hafi merkt frekar við “Annað” heldur en “Hugvísindi” í könnuninni eða svona fáir Hugarar héðan tekið þátt í könnuninni.
Vonast eftir jákvæðum viðbrögðum.
snilli23
Kveðja,