Hugvísindastofnun og Guðfræðistofnun halda árlegt hugvísindaþing dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi. Haldnir verða á milli 60 og 70 fyrirlestrar um allt mögulegt, og eru þeir að sjálfsögðu öllum opnir. Almenningur jafnt sem nemednur og fræðimenn fær hér gott tækifæri til þess að kynna sér hvað er á seyði í hinum ýmsu sviðum fræðanna.

Áhugasömu fólki er einkum bent á fyrirlestur Eyjólfs Kjalars Emilssonar um viljahugtakið í forngrískri heimspeki, málstofuna Siðfræði, vísindi, gagnrýnin hugsun, þar sem Garðar Árnason, Jón Ólafsson, Ólafur Páll Jónsson, Róbert Haraldsson, Páll Skúlason og Vilhjálmur Árnason munu taka til máls, og málstofuna Perspectives on the mortal body, þar sem Eva Gothlin, Sara Heinämaa, Robin May-Schott, Vigdis Songe-Möller og Sigríður Þorgeirsdóttir flytja erindi.


Dagskrá þingsins má nálgast hér: http://www.hugvis.hi.is/hugvisindathing/
<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________