Þú ert að misskilja það sem er átt við með þessu held ég, Guð skapaði ekki Adam í sinni eigin mynd heldur í þeirri mynd sem Adam varð síðan, það sem átt er við að hann skapaði Adam ekki sem barn sem óx úr grasi heldur sem fullvaxta karlmann.
Ég er samt ekki að staðhæfa neitt, þetta er mín túlkun á textanum.
Ég held að Guð hafi ekkert kyn þar sem ég mín túlkun á Guði er andleg orka…
Ég sé ekki hvaða máli það skiptir. Ekki það að ég sé eitthvað á móti svona pælingum, mér finnst þessi bara vera asnaleg auk þess sem það virðist ekki vera hægt að færa nein rök í hvora áttina sem væri. Spurðu prest.
Hann er alkyns dreki sem fretar töfradufti allan ársins hring, annað kemur ekki til greina.
Nei, í alvöru talað þá er Guð, að mínu mati bara nafn á hugtaki eða andlegt afl. Og þar sem bæði orðin „hugtak“ og „afl“ eru í hvorukyni þá hlýtur Guð að vera fóstur sem er ekki búið að kyngreina, ekki satt?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..