Mannúð eða siðblinda?
Ég hef verið að pæla, ef einhver lendir í slysi og lamast eða þarf að horfa fram á að líða kvalir eða vera á sterkum lyfjum það sem eftir er og missir alla lífsgleði í og sér ekki fram á að finna hana aftur, ætti maður ekki að vera opnari fyrir því að leyfa einstaklingnum að deyja að beiðni hans ef hann er með meðvitund? Ef þið pælið í því, þá eru dýr sem líða kvalir oftast skotin. Mér finnst jafnvel að menn ættu að geta sótt um hjá ríkinu að fá að deyja ef þeir hafa góða ástæðu til þess. En auðvitað er erfitt að finna menn í þannig störf. Þetta finnst eflaust einhverjum vera algjör siðblinda en er þetta ekki bara mannúðlegt þegar öllu er á botninn hvolft?