Já ég get alveg tekið undir þetta hjá þér.
En er þá ekki bara að reyna að hjálpa við að reyna að snúa þessari þróun við.
Reyna að aðstoða smáfólkið við að fóta sig í sínum eigin hugarheimi.
Etv er þetta ekki staður fyrir gamla gaura eins og mig og þig(?)? Kannski er þetta sandkassinn sem við erum vaxnir upp úr. En þó myndi slík skoðun illa samræmast hefðbundnum gildum heimspekinnar. Það er að segja “viskuástinni”.
Ég segi, að það er hlutverk okkar ( sem teljum okkur lengra komna ) að styðja við bakið á sakleysingjunum hérna. Að glugga inn öðru hvoru og benda á mögulegar leiðir út úr ógöngum sem fólk vill svo oft enda í sem er að taka fyrstu skrefin. En það hendir auðvitað líka þá sem lengra eru komnir, en þá er bara engin til þess að halda í hendina á þeim.
Ekki gefa upp alla von, hið óvænta finnur sér alltaf leið, og kemur á óvart. ;)