Jú ég er ekki að reyna að koma með einhver rök á móti þinni hugsun. Vissulega er fínt að fólk lesi eftir aðra og mengi þannig hug sinn. Hvort sem mengunin sé góð eða slæm. En það er þó margir kostir og gallar, líkt og að sleppa bókunum. Ef maður les kenningar eftir aðra og byggir sínar skoðanir á því sem maður hefur fílterað í burtu þá vill maður eflaust reyna að forðast að koma með kenningar sem núþegar eru til.
Maður reynir þá frekar að fynna nýjar leiðir og hugsa kannski aðeins öðruvísi, reyna að vera frumlegur.
Í þau virkilga fáu skipti þar sem ég hef látið mitt virkilega álit flakka þá er alltaf einhver sem þarf að reyna að rífa það niður, hvort sem vit var í því sem ég sagði eða ekki. Ef ég myndi til dæmis skrifa grein hérna um eitthvað sem ég hef verið að hugsa um lengi, einhverja kenningu (sem dæmi) sem mér finnst fullkomnalega réttlætanleg og mjög góð þá þarf einhver að reyna að andmæla henni, einungis til þess að andmæla. Ef þú lítur gegnum greinarnar á huga þá sérðu að það þarf næstum alltaf einhver að andmæla, það er eitthvað í eðli okkar (ég hef sjálfur lesið gegnum greinar og staðið mig að því að ætla að andmæla einhverju einungis vegna þess að enginn annar hefur gert það). Og ég vill ekki eyða mínum djúpu hugsunum í það að einhverjir geti fengið smá útrás. Ég nota einungis bullið sem mér dettur í hug í það.
Ég viðurkenni að ég einblíni frekar á ókostina við bóklega heimspeki (ef ég má kalla það þeim orðum), en auðvitað hjálpar það manni að hafa leiðarvísi í hugsunum sínum, líkt og margir trúaðir styðjast við trúarrit sín til þess að trúa á guð, ég held samt ekki að það sé nauðsynlegt og ef maður sleppir leiðarvísinum (líkt og vegarkortum) þá gæti maður ráfað á eitthvað sem þú getur ekki lesið um. Þegar þú lætur þínar tilfinningar og hugsanlega geðheilsu (eða skortur á henni) ráða ferðum þá ertu að eltast við eitthvað sem þú getur ekki skýrt með orðum, og þá er hugsanlegt að maður finn svör sem ekki er hægt með öðrum leiðum. En þar sem ég þekki ekki þína hlið þá ætla ég ekkert að ímynda mér einhver takmörk hjá þér.
En varðandi kenningar mínar, þá eru þær hugsanlega rangar. En mér finnst þær vera virkilega réttar og auðvitað geta aðrir komið auga á galla í þeim, en það yrðu þó gallar á þeirra forsendum. Reyndu að rökræða við manneskju um það að guð sé ekki til með öllum þínum rökum en hvaða tilgangi myndi það þjóna? Ef manneskjan hefði séð guð en gæti ekki lýst reynslunni með neinum orðum án þess að fara að búa til eitthvað og breyta sögunni svo hún kæmist fyrir á blaði þá er það eins og að blindur maður sé að reyna að telja þér trú um að himininn sé ekki til staðar. Þú sérð hann og skynjar hann en þú getur ekki sýnt honum hann, en þú getur lýst honum fyrir blinda manninum, en hann mun þó aldrei vita fullkomnlega hvað þú ert að tala um. Hann mun líta málið allt öðrum augum :)
Auðvitað er ég mengaður í gegn af öllu draslinu sem kemur frá öðrum einstaklingum, bókum, sjónvarpinu, útvarpinu og fleira en ég hef mitt frelsi til að hugsa hvernig sem ég vil, og þar er í rauninni mitt eina frelsi þar sem ég má gera hvað sem ég vill.
Ég íhuga hlutina frá mínu sjónarhorni og þú frá þínu, þannig tvöfaldast möguleikinn á góðum kenningum. Ég skil samt ekki af hverju þú heldur að bókleg leið sé betri einungis vegna þess að þú þekkir hana betur en hina.<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="
http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 19. Októbe