Varðandi sorg:
1. lagi er sorg eflaust ekki einfalt fyrirbæri, hver veit nema að sorg samanstandi af öðrum þáttanlegum tilfinningum, enn nær okkar grunnsjálfi (hmm.. grunnsjálf). Hver veit nema sorg sé greinanleg í mismunandi tegundir sorgar ef svo má að orði komast. Hver veit..
2. lagi er sorg líklega ferli, þe hún finnst á tímabili, eykst og minnkar. Ok..
3. lagi skulum við hugleiða vísindamannin og hinn sorgmædda mann.
Það sem mér finnst sennileg atburðarrás, en NB þetta er bara mínir hugarórar, er eitthvað á þessa leið:
A. Eitthvað skynjað “triggerar” sorgarviðbrögðum í heila mannsins. Þetta gæti verið þegar maðurinn hefur fyllilega gert sér grein fyrir hvað td dánarfregn um vin hans þýðir, þe hann hefur skilið og túlkað skilaboð í umhverfinu, það er “triggerinn”, greinin sjálf væri því “trigger” á “triggerinn” sem veldur sorginni.
B. Vísindamaðurinn sér “ferlið”, sem hefur verið komið af stað með þessum trigger, vísinda maðurinn sér ss “ferlið” sem er “sorg” fyrir manninum sem á heilann. Ferlið sem vísindamaðurinn sér, samanstednur af “boðefnum og rafstraumi”, á sama tíma ER maðurinn sorgmæddur.
C. Vísindamaðurinn sér að þegar “ferlið” líður smá saman hjá og hjaðnar, maðurinn sem á heilann finnur sorgina líða hjá og jafnar sig.
D. Vísindamaðurinn dregur þá ályktun, eftir nokkrar endurtekningar, að “ferlið” sé önnur birtingarmynd “sorgarinnar” sem maðurinn fann fyrir. Ss “ferlið” er maðurinn að finna “sorg”. “Ferlið” er ss hægt að líta á sem “sorgina”. Þe eins og ég get sagt þegar ég þekki mynd af mér í myndaalbúmi: “Þetta er ég!”; getur vísindamaðurinn bent á “ferlið” og sagt: “Þetta er ”sorg“!”
3. Þetta minnir mig raunar á málið með að heyra í tréi sem fellur í skógi.
Hljóð HEYRIST ekki nema það sé einhver til að HEYRA það.
Á sama hátt er hægt að segja að sorg þurfi að vera fundin, til að kallast sorg, þe einhver þarf að vera sorgmæddur til þess að það sé sorg til staðar. Það er laukrétt!
Og það stenst líka í þessari dæmisögu okkar. Þar sem að maðurinn sem átti heilann, var sorgmæddur. Samtímis því að vísindamaðurinn skoðaði heila hans.
Ef við tækjum mælingarnar og abströktum þær td í kennslubók, þe setjum efnaformúlurnar og fjöllum um þær, helgum jafnvel heilum kafla efninu. Ef þessi kafli héti td “Sorg”, væri það væntanlega röklega rangt, í það minnsta röklega ónákvæmt.
Aftur á móti ef kaflinn héti td, “Efnahvörf og boðefni í heila sorgmædds manns”, gæti ég ekki annað en sagt húrra! bravó! vel gert!
Aðlokum: Húrra fyrir vísindamannium og manninum með heilann!