Bara smá þunglyndi fyrst, pældu í þessu: allir sem þú elskar og þykir vænt um munu og það er allveg örugt þeir munu deyja!
Þetta endur speglar mat mitt á engan hátt, ég set bara fram þessar spurningar.
Hér kemur pæling mín um dauðan.
Hvað gerist þegar þú deyrð slöknar bara allt eins og þegar þú sofnar og dreymir ekkert?
Byrjaru nýtt líf og hvar kemuru þá niður? Þú gætir komið niður í einhverjum öðrum heim. Gæti lífið virkað eins og hringrás vatns, gufar upp og rignir niður annarstaðar? Er möguleiki að þú munir þessa grein á staðnum sem þú rignir niður á?
Er möguleiki á að þú gætir munað allt úr öðrum lífum þanga til að þú verður eins og hálfs eða bara þegar þú byrjar að tala?
Afkverju deyr fólk sem er bara mjög gott eins og saklaus lítil börn sem deyja úr hvítblæði eða öðrum sjúkdómum?
hvenær á fólk skilið að deyja? Á fólk einhvern tíman skilið að deyja?
Fólk sem tekur líf myrðir annað fólk á það skilið að deyja?
Stærsta spurninginn er:afkverju deyr fólk?
Ég vill afsaka allar stafsetningavillur, er bara 14 ára og ekki góður í stafsetningu
–Kv.Ingi Björn