Í umræðunni um Guð. Ég trúi ekki á guð, ég trúi á almættið, náttúruna. Ég trúi því ekki að það sé einhver Hr. Guð á himnum sem hefur líkama mannsins eins og segir í biblíunni. Biblían er að mestu leiti skálduð af heimspekingum fyrri tíma, því margt er hægt að finna fishy í henni. T.d. þegar Satan átti að hafa freistað Jesú með því að fara með hann uppá rosastórt fjall, þetta ver skrifað þegar menn héldu að jörðin væri flöt. Einnig sköpunarsagan, hún er einungis um jörðina en það er vegna þess að þá var jarðmiðjukenningin ríkjandi. Ég trúi á Jesú, ég trúi því bara ekki að hann hafi verið sonur guðs. En eins og ég sagði trúi ég samt á almættið. Og ég tel almættið og náttúruna vera sama hlutinn, því náttúrann er allt, öll frumefni, allt, því allt er lifandi á einn hátt eða annan.
Pælingar.