Nú skora ég á ykkur sem hafið svarað könnuninni sem nú er í gangi með svarmöguleika b), “Já auðvitað… hljóð heyrast alltaf, sama hvort einhver heyrir það eða ekki”, að útskýra það fyrir mér hvernig eitthvað getur HEYRST ef enginn HEYRIR það.

Það er ekki spurt hvort hljóðbylgjur MYNDIST eða VERÐI TIL heldur hvort eitthvað HEYRIST ef enginn er nálægur til að greina hljóð fallandi trés. Og ef enginn HEYRIR neitt (í germynd) hvernig getur þá nokkuð HEYRST (í miðmynd) eða verið HEYRT (í þolmynd)?

Ég verð að segja að mér finnst gæta afar óskýrrar hugsunar hjá þeim 21 huga sem völdu svarmöguleika b). Hún er svo óskýr að maður veltir fyrir sér hvers konar lýðræðissamfélagi maður býr í þegar svona þenkjandi fólk velur valdhafa. Afsakið hörð orð, en ég bara botna ekkert í þessu…<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________