Sniðugt þú skulir stinga upp á þessu..
Þetta er mín fyrsta stóra pæling, sem ég man eftir..
Ég sökkti mér niðrí hana þangað til mér leið illa, heimurinn varð aldrei samur og ég ekki heldur..
Ég held ég hafi verið ca 8-9 ára, en ég byrjaði líka óvenju snemma. ;)
Ég held að þetta tóm og þessi pæling sé mjög frjó, og það marg borgar sig að reyna að skilja hana betur..
Það má líkja því þegar þessari pælingu laust niðrí mig, við eins konar opinberun, hjómar kannski takkí en þannig kom þetta við mig.
Hún fær mann til að gera sér grein fyrir, ekki bara að vita, að heimurinn og tilveran þarf ekki að “vera” er í raun fáránlegt fyrirbæri..
Það hjálpaði mér að horfa á svartan flöt þegar ég var að reyna að sökkva mér í þessa pælingu. Mér tókst held ég aðeins tvisvar að láta hana “gleypa mig”, þe að sökkva mér á bólakaf í tómið. Ég veit ekki, ég er kannski orðinn of gamall og andlega mótaður til að geta gleimt mér svona svakalega í einni pælingu í dag.