Hellrider:
Jú jú, í svona afmörkuðu samhengi má vel segja að ‘vel orðuð’ svör geri spurningunni ofaukið.
Það sem liggur að baki því að spurningar séu “mikilvægari” er hlutverk þeirra í hugsun okkar. Svör almennt eru viðbrögð við spurningum, en ekki öfugt.
Ég er ekki að halda því fram að einhverstaðar sé til eitthvað fyrirbæri sem er ‘spurning’. Spurning er fremur einhverskonar merkimiði, fyrir lýsingu, á einhverskonar stellingu hugans. Og það er þessi stelling sem er það sem kallar á svör. Ef það væri ekki fyrir þessa stellingu hugans, þá væru svör merkingarlaus. - Þetta er nú kjarninn í því sem ég á við.
Það er sem sagt eitthvað í huganum sem fær þig til að spyrja spurninga. Ef þetta eitthvað væri ekki til staðar, þá skildum við ekki hvað átt væri með þegar talað væri um svör.
Ég er því að hugsa þetta í mun víðari skilningi.