Damphir:
Það er rétt að ó-1, þegar ó stendur fyrir óendanleika, er undarleg framsetning.
En öllu máli skiptir, í stærðfræði, sem og annarstaðar hver meiningin er. Vel væri hægt að útbúa merkjakerfi þar sem “ó-1” í ofangreindum skilningi, væri hefðbundin leið til að orða óendanleika og frádrátt með einum.
Með hefðbundnu stærðfræðilegu orðalagi er væntanlega átt við.
(1/x) - 1 , þegar x stefnir á núll ( ofan frá ).
Útkoman stefnir einfaldlega á óendanlegt, og ekki neitt merkilegt við það.
En eins og þú segir þá er upphaflegt orðalag óhefðbundið, en meiningin kann þó að geta meikað sens. Tákn í stærðfræði eru bara það, tákn, en þau eru ekki sjálf stærðfræðin, það er merkingin sem liggur í stærðfræðinni. - Við gætum allt eins notað venjulegt talmál til að “tala” um stærðfræði, þe til að stunda stærðfræði ( og gerum það raunar stundum ). Hinsvegar hefur talmál reynst óhentugt og tafsamt kerfi í stærðfræði. Stærðfræðingar fundu því ( smátt og smátt ) upp táknkerfi sem hentuðu betur. ( Nærtækt dæmi er algebran, sem þó hefur aukna eiginleika ( það er að algbran er næstum eins og leikur ( líkt og skák eða sambærilegt ) sem þú getur leikið og skilar sönnum niðurstöðum, sem hægt væri að komast að með seinlegri aðferðum. )