Ég held að þú sért kannski að taka þverstæðu mína aðeins og bókstaflega, en nú jæja..
T.d. ef ég nota skóflu sem hamar, er það þá tilgangur skóflunnar?
Hvað er það sem mælir á móti því að tilgangur skóflunar sé ekki að nýtast notanda hennar á hvaða hátt sem er?
Ef menn ætla sér að notfæra sér skóflu í smíðar er þá þessi spíta með járnskúffu tilgangslaus sem áhald?
Hví er ekki hægt að ákvarða tilgang hluta/fyrirbæra á eigin forsendum?
Geturðu bara notað tilgangsleysið sem tæki til að undirstrika tilgang einhvers sem er tilgangsmikið, og þar með verður það tilgangur þess?
Í þessu tilfelli, gerði ég þverstæðuna: “Tilgangur tilgangsleysinar” að þeim tilgangi að velta upp hugmyn um hvort að það sé ekki hægt að vekja upp ólýklegra tilganga með nýrjum sjónarmiðum og vinklum…
Hvað mælir á móti því að maður skapi sér eigin tilgang, óháð “fyrirfram áliti á tilgangsleysi”?
Hvers vegna á það að vera tilganslaust að blikka augunum 6 sinnum staðinn fyrir 5 sinnum. (Ef að 5 augnablik voru ekki nóg til að halda réttu rakastigi á augunum var augljóslega tilgangur með sjötta blikkinu).