Ég var afskaplega breytilegur. Röðin var u.þ.b. svona: Sókrates, Gautama Búdda, René Descartes og Bacon, Hume , Kant og Nietzsche. Svona skipti ég á milli heimspekinga og gerðist fáfróður áhangandi heimspeki þeirra í einhvern tíma. Svo fékk ég áhuga á einhverjum tilvistarhyggjumönnum og svo John Dewey pragmatista.
Svo nýlega hef ég verið að grúska í Plató og Aristótelis. Ég er samt algjör leikmaður í þessu og hef aldrei komist afar djúpt í alla þessa heimspeki (hef til dæmis aldrei lesið neitt eftir Kant, bara lesið um hann og heimspeki hans), en mér finnst áhugavert að snerta á þessu öllu saman.