Ætli að það sé til litur sem við mannsfólkið erum ekki búið að sjá, t.d ef það eru geimfarar að rannsaka geimin og sjá lit sem einginn hefur séð áður, ætli það sé hægt?
Þeir litir sem eru í litrófinu eru þeir litir sem augað á okkur getur greint. Ef það væru til fleiri rosalegir litir annarsstaðar, gætum við líklegast ekki séð þá. Svekk.
Við myndum samt ekki sjá aðra liti en eru þar. Held ég alveg örugglega. Það eru til einhver dýr sem sjá innrautt eða útfjólublátt eða eitthvað í þá áttina, sem við sjáum ekki.
Það passar nú ekki alveg við eðlisfræðina sem ég lærði í 10 bekk.
Liturinn fer eftir bylgjulengdinni (tíðninni), lág tíðni er rautt og því hærra sem tíðnin er verður það fyrst rauðgult, gult, grænt, blátt og fjólublátt. Sem þýðir að litirnir sem við getum séð eru einskorðaðir við það.
Kannski eru til fleiri litir til en við getum þá ekki greint þá með auganu okkar.
Hefuru pælt í því að það gæti verið að rauður gæti verið sami litur og blár er fyrir mér? Sama með svart og hvítt, hugsanlega er uppáhaldsliturinn okkar allra sami liturinn þó við köllum þá sitthvoru nafni.
Í stuttu máli, já. Fólk sem er litblint sér ákveðna liti öðruvísi en við. Upplifuninn er að sjálfsögðu bundinn hverri persónu. Hinsvegar er lítið mál að skera úr um það hvaða ljósbylgjur það eru sem við skynjum hverju sinni með réttum mælitækjum.
Þótt svo að það hljómi þversagnakennt þá sér flest litblint fólk liti. Það er bara blint fyrir ákveðnum litum, allitblint fólk sér hinsvegar ekki liti. En annars … jújú.
Það er nú bara breytilegt. Það eru mismunandi keilur fyrir mismunandi liti, stundum vantar í ákv. gerð litarefni o.s.frv. Þetta er rosalega mismunandi og margar tegundir af litblindu til.
Já, ég veit hvað þú ert að meina, er oft að pæla í því.
td. gulur, rauður grænn og blár. það væri þá sömu litirnir nema búið að víxla rauðum og bláum og við myndum sjá sama lit en henna myndi heita annað, æ fokk þetta er kjaftæði, þetta er einfalt fyrir mér en flókið að lesa það.
í Japan minnir mig er eitt heiti yfir jarðarliti(mógrænn, vínrauður, brúnn osfrv) annað samheiti yfir sjóliti(blár, sægrænn osfrv) svo þetta er bara spurning um túlkun.
Svo er vinur minn litblindur á rauðum og grænum, sér bara sama litinn, svo hann suckar í Bubbles leiknum…
Samkvæmt vísindunum; nei. Litur eru upplifun okkar á rafsegulbylgjum af með bylgjulengd á bilinu 400 til 700 nanómetrar. Tæki sem maðurinn hefur vald á geta framkallað allar þessar bygljur svo nýir litir (eða réttarasagt, litablöndur) yrðu sennilegast uppgötvaðar á rannsóknarstofum en ekki útí geimnum… nema kannski í fjarlægðri framtíð þegar flestar slíkar verða í geimnum.
Þetta er þó aðeins hálfur sannleikur. Við getum séð útfjólublátt ef augasteinarnir eru fjarlægðir í okkur. Himininn er t.d. ekki blár á litin (…) hann er útfjólublár – fyrir þá heppnu sem skortir augastein. ;)
Ég er ekki alveg svo viss að við gætum ekki upplifað nýja hluti í framtíðinni með erfðabreytingum o.s.frv. Nú þegar er til græja sem gerir okkur kleypt að skynja sónar (blint fólk getur gripið bolta með þessari græju). Never say never I guess.
Með nýjum upplifunum koma nýir litir, mikið rétt. Upprunalega spurningin gefur það bara í skyn að uppgötvun nýrra lita sé eitthvað tengdt staðsetningu okkar í alheiminum (svo má fara útí hvað sé alheimur).
Svo er líka litur svo persónutengt fyrirbæri, hvað með litblinda?
Bætt við 7. október 2006 - 03:43 Síðasta setningin er vitleysa, gleymdi að eyða henni út.
Það er sagt að þegar maður deyr þá sjái maður lit sem maður hefur aldrei séð áður og fólk sem hefur dáið en verið lífgað aftur við segir að þetta sé einn fallegasti litur sem þau hafa séð…þessi litur er kanski betur þektur sem “dont go in to the light”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..