Úff einn bissý dagur í skólanum og maður missir af svona heitri umræðu…
Arrrg hvar á ég að byrja? Gthth, þú veldur mér vonbrigðum. Ég má til með að benda þér á góða reglu, kynna sér allar hliðar allra mála áður en maður tjáir sig um þau, eða svona næstum því… Ég er a.m.k. að vinna í því sjálfur. Hvernig getur maður maður tjáð sig um nútímalist ef maður veit ekki hver Marcel Duchamp var? Ég vil ekki vera með einhvern elítisma, en grundvallarkunnátta er nauðsynleg undirstaða. Þú hefur reynst ótrúlega víðlesinn hingað til, en ert greinilega kominn að takmörkunum þínum.
Maður getur ekki tekið mælistiku Platós eða Aristótelesar og metið 20. aldar list samkvæmt sömu gildum (þó að þeir leggi vissulega grunninn). Það er nær að þú kynnir þér Nietzsche, Freud, Wittgenstein og Sartre í því samhengi, en ég efast ekki um að þú vitir allt um þá gæja. Jackson Pollock var t.d. einn helsti listamaður existentialismans.
List er að mínu mati ákveðið hugarástand, ákveðið abstrakt fyrirbæri sem verður til í huga listamannsins, og skilar sér til móttakandans sem listræn upplifun. Sjálf tæknin er ekki aðalatriði. Verk sem er listilega unnið þarf ekki endilega að vera listaverk. En auðvitað er betra hafa tæknina á hreinu til þess að geta örugglega framkvæmt listaverkið sem maður sér fyrir hugskotssjónum sér. Sjálfur hluturinn er þó ekki aðalatriðið, heldur það hugarástand sem er fyrirmynd hans, sem skilar sér vonandi til áhorfandans. Tæknin getur þó að sjálfsögðu skipt sköpum um hversu vel listaverkið skilar sér.
Þessu er auðveldast að lýsa með því að taka tónlist sem dæmi. Flestir kunna vel að meta einhverja tónlist, yfirleitt vegna þess að hún hefur áhrif á þá og snertir tilfinningar. Ákveðnar laglínur geta virkað sterkt á mann og veitt manni listræna upplifun, komið manni í sæluvímu eða kannað dekkri hliðar hugans. Þessar laglínur verða til í huga tónskáldsins, sem kemur þeim niður á blað, spilar þær eða lætur spila þær. Það er hægt að velja ýmis hljóðfæri til þess að spila laglínuna, en listamaðurinn er með ákveðið hljóðfæri í huga, eða jafnvel hljóð sem er ekki hægt að spila með hefðbundnum hljóðfærum. Þegar honum tekst að koma laglínunni nægilega vel til skila skilar hún tilætluðu hugarástandi til hins móttækilega hlustanda. Hann getur munað hana og ryfjað upp í huganum og hún veitir honum ómælda ánægju. Tónlistin í framkvæmd sinni getur þó verið örlítið síðri en fyrirmyndin sem lifir aðeins í huga listamannsins. Ef laglínan er spiluð með röngu hljóðfæri, en þó sæmilega, kemst hún nokkurn veginn til skila og hlustandinn getur seinna raulað hana í huganum, en ekki víst að hún hafi sömu áhrif. Ef krakki í næsta húsi spilar hana illa á fiðlu er afar ólíklegt að tilætluð áhrif komist til skila. Prófið að yfirfæra þetta á myndlist.
Ég sjálfur get yfirfært mína hugmynd um list á alla þá list sem ég hef áhuga á og kynnt mér nægilega vel, s.s. tónlist, kvikmyndir, myndlist, veflist, skúlptúr og (NB!!) arkitektúr. En mín hugmynd um list er náttúrulega bara hugmynd og það er ekki víst að ég hafi náð að lýsa henni nógu vel í orðum.
Ég gæti skrifað í allt kvöld um listgildi arkitektúrs og pirrast á skilningsleysi fólks. En það er svo sem ekki við öðru að búast í því samfélagi sem við lifum í, og þeim reynsluheimi sem Íslendingar hafa af arkitektúr. En þar sem þú virðist vera vel gefinn og fróðleiksfús, Gthth, bendi ég þér og öðrum á nokkrar greinar sem ættu að gefa ágætis mynd af hugsanagangi arkitekta nútímans. Lestu þetta, og segðu mér svo að arkitektúr snúist um að ná valdi á ákveðnum stíl:
http://www.stevenholl.com/writings/phenomena.htmlhttp://www.basilisk.com/V/virtual_deleuze_fold_112.htmlhttp://www.tschumi.com/writings.htmHver á upphafið á stílnum? Þetta hefst allt með abstrakt hugmynd í kollinum á listamanninum/hönnuðinum sem reynir svo eða reynir ekki að koma öðrum til skilnings á henni. Ég er ekki að segja að þetta eigi við um alla arkitekta enda flestir mjög fúnktíónalískir, en í mínum huga á líka að vera pláss fyrir arkitekta með svipuð markmið og listamenn -> listræna upplifun í rými. Þessu til skýringar bendi ég öllum á að skoða (helst í eigin persónu eða þá myndir af) Pantheon í Róm, Notre Dame du Haut (Ronchamp) eftir Le Corbusier og Guggenheim-safnið í Bilbao eftir Frank Gehry.