Ég var í skólanum um daginn, í ensku, og kennarinn segir “Jæja krakkar mínir, hvaða dagur er í dag?” og við segjum “það er föstudagur”, en þá segir hann “Nú er það? Ég held að það sé fimmtudagur í dag”, þá sögðum við “nei nei, það er föstudagur í dag”, þá sagði hann “Eruði viss um að það sé föstudagur í dag? Getiði sannað það?”, og við bara “uhm…nei eiginlega ekki”

Hann var reyndar að grínast með þetta, en ég fór að spá, er hægt að sanna að í dag er akkúrat dagurinn í dag?

Er hægt að sanna það að 24.september var sunnudagur en ekki laugardagur?