Heyrt hef ég frá ýmsu kristnu fólki hvursu lík sköpunarsaga Móses sé lík hinni vísindalegu („raunverulegu“ eins og sumir vilja kalla hana), táknrænt séð (í hvaða röð hlutrnir voru skapaðir til að mynda) og nota það sem sönnun þess að guð hafi snert Móses og talað við hann.
Nú er ég að lesa Norrænu goðasögurnar fyrir litla bróður minn og tók eftir því að svona táknrænt séð er Norræna goðsagan með hælana þar sem sú kristna hefur tærnar. Í fyrsta lagi skapast heimurinn úr tveimur andstæðum kröftum (stendur fyrir + og - hleðsluna sem eru grunneiginleikar allra efna eða/og efni - andefni), þegar þessir kraftar mætast verða til goðin og fyrst og fremst efnahlunkurinn Ýmir til sem goðin síðan mynda jörðina úr. Miðað við þá kristnu, þar sem alvitur skapari birtist allt í einu eins og leðurblaka útúr helvíti og hristir alheiminn úr jakkaerminni, myndi ég segja að þetta væri nokkuð gott.
Ps. Athugið að ég er að tala um trúarlega texta, ekki yfirnáttúruleg fyrirbæri og því á þetta ekki heima á Dulspeki. Fyrir forvitna er ég ekki ásatrúar.