Orð eru held ég soldið eins og verkfæri, þau fá merkingu sína af notkunn sinni..
Það er td hægt að nota hamar til að berja nagla í spýtu eða til að brjóta bein.
Svo kallar maður hamar verkfæri(í hefðbundum trésmíða skilningi) og kallar maður hamar vopn.
Hvaða þýðingu eða merkingu hamarinn hefur, ræðst ss af notkun eða möo af sambandinu sem hamarinn kemur fyrir í.
Sama má segja um “hár”.. það er hár á manneskju, eða hár maður..orðið er ss verkfærið eins og hamar, merkingin er samband orðsins við aðrahluti.
Orð getur haft óteljandi merkingar.
Orð eru líka, að mínu mati, stundum hindrun fyrir merkingu og/eða skilning..
Það er t.d. feitur misskilningur að við þurfum orð til að hugsa! Ég hef stundum furðað mig á fólki sem heldur því fram að orð séu forsenda hugsunar, eða eitthvað þessháttar. Það tók mig langan tíma að trúa að það héldi þessu virkilega fram af alvöru. Ég veit ekki með ykkur hér, en ég þarf ekki orð til að hugsa. Myndræn hugsun finnst mér td virka einn best til að velta heimspeki fyrir mér.