Það er ekki gott að segja. Við getum hinsvegar athugað það að hvað er gott hverju sinni er breytilegt eftir menningu hvers tíma og siða hvers samfélags.
Sem dæmi getum við tekið að í dag, á vesturlöndum allavega, er almennt álitið rangt að drepa veikburða gamalmenni. Eskimóar fyrir ekki svo löngu töldu það rangt að drepa ekki veikburða gamalmenni. Við getum þó ekki sagt að eskimóar hafi verið grimmir, enda voru siðir þeirra mikið friðsælari en okkar til þessa dags. Það væri líka söguskekkja að dæma þá sí svona.
Ef við skoðum aðstæðurnar sem hver eskimóahópur var í, er skiljanlegt að gamalmenni séu drepin. Við getum líka áttað okkur á því hvernig þessi hugmynd varð, svo að segja, vinsæl meðal margra eskimóa og siðferðislega ásættanleg.
Ef gamalmenni voru drepinn innan ákveðins hóp eskímóa og varð til þess að meiri líkur voru á að hópurinn lifði af veturna en aðrir lifði siðurinn að sjálfsögðu með þeim. Þetta er ekki ólíkt flutningi erfaefna, siðir flytjast á svipaðan hátt með fólki.
Það sem er talið gott í dag eru líklegast gjörðir sem hafa orðið til þess að á einhvern hátt hefur samfélagið styrkst á því að einhverjum hluta. Það er hinsvegar ekki satt um allt, við getum litið á það sem genagalla ;)
Morð er hugsanlega álitið slæmt meðal flestra ef ekki allra samfélaga vegna þess að sú trú verður til þess að menn drepa ekki hvor annan og eyðileggja þannig samfélagið. Við gætum ályktað að ekkert samfélag gæti virkað þar sem hverskyns mirð væri álitið gott þar sem það leiðir til útrýmingar samfélagsins og þ.a.l. hugmyndarinnar.
Þetta er allavega ein leið til að líta á þetta. Það má spekúlera helling í þessu.