segull:
Málið með þessa spurningu: “Hvert er endanlegt takmark mannsins/dýra í lífinu?” er að hún gefur sér fyrirfram að tilgangur sé til staðar. Ég tel það hugsunarvillu. Lífið getur ekki haft neinn algildan ( einn ) tilgang, því þá þarf eitthvað að hafa þennan algilda tilgang í huga. Hvað eitthvað er það sem hefur þennan tilgang í huga? Lífið?! Er lífið þá meðvituð vera?
Nú ætla ég ekki að fara að veifa vísifingri og segja fólki hvernig hlutirnir séu eða séu ekki. Ég vil aðeins benda á hnökrana í forsendunum. Ég hef vissulega mína rökstuddu skoðun, og hún er að það sé enginn “tilgangur” þar sem slíkt þrífst aðeins í einhverskonar huga. Athugaðu hugtakið ‘tilgangur’. Það þarf einhver hugsandi vera að setja sér markmið til þess að það sé til tilgangur. Þannig er engin alsherjar tilgangur nema það sé einhver alsherjar vera til að hafa hann í huga.
Þú sjálfur getur haft tilgang, en hann er ekki algildur. Hann er aðeins þinn. Hvaða tilgangur er bestur ( ef menn eru að eltast við það ) veltur þá eiginlega á því hvað menn telja vera ‘best’. Þannig að ef þú hefur valið þér það sem þykir mest ‘best’, þá muntu væntanlega rökstyðja gjörðir þínar með því að þær skili þér nær tilgangi þínum, því sem þér þykir ‘best’. Eftir stendur enn hvort þú getir rökstutt val þitt á því ‘besta’. Einhver gæti spurt þig afhverju þú hafir valið þetta en ekki eitthvað annað, sem honum þykir vera ‘best’. Þá vandast málið. Ég ætla ekki að fara lengra út í það hér, en þú sérð hvert þetta leiðir.
Við getum líka spurt: “Afhverju vex blómið?” “Hvaða tilgang hefur blómið?” “Hvaða tilgang hefur sólin?” “Hvaða tilgang hefur flugan?” “Hvaða tilgang hefur vatnið?” og svo… “Hvaða tilgang hef ég?”
Það er mun auðveldara að svara eftirfarandi spurningum: “Hvaða tilgang hefur hurðin?” “Hvaða tilgang hefur húsið?” “Hvaða tilgang hefur gatan?” “Hvaða tilgang hefur bíllinn?” - Afhverju er auðveldara að svara þessum spurningum? Jú, hér er um hluti sem hafa verið búinir ‘til einhvers’ og þjóna sem sagt ‘tilgangi’. - Afhverju? Jú, af því að þessir hlutir eru upphugsaðir og upprunnir úr huga sem getur sett sér markmið og fundið sér tilgang.
Þegar við spyrjum um tilgang, erum við í raun að spyrja um einhverskonar hagnýti eða not viðkomandi fyrirbæris. Það er að segja til hvers var þetta fyrirbæri var hugsað upphaflega. - Og þegar við spyrjum um tilgang lífsins eða mannanna eða sjálfs okkar, þá erum við að gera það sama. Við erum að spyrja hvaða hvaða hugsun liggur á bak við lífið, menn, mig. - Það er hér sem hugsunarvillan á sér stað. Ég vona að þú hafir komið auga á hana.
Ef þú vilt tilgang þá neyðistu að fá hann lánaðan frá öðrum hugsandi verum eða finna hann upp sjálfur.
Hinsvegar er algerlega gilt að spyrja sjálfan sig um þá stefnu sem heimurinn er á, mannkynið eða dýrakynið. - Að spyrja sig hvaða trend sé í gangi ef svo má að orði komast. - En það að blanda tilgangi inn í það, væri að hrasa um eigin fætur.