Ef þú ert að tala um geðsjúkdóminn Geðhvörf eða Maniodepression. Þá er viss lifjameðferð sem getur komið í veg fyrir áframhaldandi þunglyndi.
Þessi sjúkdómur orsakast einmitt af óreglu í boðefnunum seretónín, noradrenalín og dópamín í heilanum.
Þessi skortur af hæfileikum til þess að stjórna réttum skömmtum af þessum boðefnum í heilanum getur og er í flesstum tilfellum arfgengur. Það eitt að þekkja nákominn sem hefur átt við þenna sjúkdóm getur auðveldað mönnum að greina sjúkdóminn.
Eins og þú segir geta miklar tilfiningalegar sveiflur einkennt sjúkdóminn, vonleysi, tregða í tali, sjálfsásakanir og hugsanir tengdar dauðanum eru algeng einkenn sjúkdómsins.
En eins og ég hef nefnt er hægt að koma í veg fyrir sjúkdóminn eða hafa stjórn á þessum boðefnum með réttri lyfjameðferð. Þá eru algengustu lifin Seretónín aukandi lyf, Seretónín og noradrenalín aukandi lyf og Lítíumsölt. Svo eithvað sé nefnt.
Í erfiðari eða svæsnari tilfellum þegar sjálfsvígs hugsanir eru orðin að einkennum, hafa menn þurft að leggja einstaklinga inn. Þá eru úrræðin oft á tíðum lyfjameðferðir og eða öruggar rafmagnsmeðferðir.
http://www.doktor.is/depnet/grein_Depnet.asp?id_grein=419&flokkur=4P.S ef þú ert ekki að meina sjúkdóminn Geðhvörf, geðhverfasýki eða Maniodepression. Þá móttu endilega nefna sjúkdóminn svo ég geti lesið mér um hann.
Parkinsson orsakast einnig af skorti af dópamíni. En væntanleg ert þú ekki að tala um það.