Hvað finnst Hugum um heimspekikennslu barna? Er heimspekin þroskandi, eða rænir það ef til vill æskunni af börnunum að beina athygli þeirra að vandamálum heimspekinnar og kenna þeim að spyrja spurninga sem fáir geta ef til vill gefið þeim fullnægjandi svör við? Eða er það kannski mannskemmandi og heftandi að gefa fróðleiksþyrstum börnum aldrei neitt krefjandi að fást við? Er heimspekin of krefjandi? Eða er hún, æfing í gagnrýnni hugsun, kannski hin eina sanna kennsla í “lífsleikni”? Hversu gömul ættu börn að vera þegar þau byrja að læra heimspeki? Er 10 ára of ungt? En 8 ára? En 6 ára? En 4 ára?<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________