Af hverju skrifar fólk af-hverju í einu orði? Af hverju notar fólk lýsingarorðið sem notuð eru um hitastig til að lýsa nýmóðins eða flottum hlutum (kúl, svalt, heitt)? Hvernig getur tónlist verið hörð?
Þetta er ýmist fengið úr öðrum tungumálum, um myndlíkingu að ræða eða byggt á einhverjum misskilningi. Hugsanlega hefur einhver kaldhæðni verið fólgin í því upphaflega að nota neikvæð orð til að lýsa einhverju sem er afskaplega jákvætt.
Á ensku er oft talað um að eitthvað sé insane, réttast væri að segja að það væri mergjað en það er hugsanlegt að einhverjum hafi dottið í hug að beinþýða þetta. Svo er oft talað um hversu stutt er á milli snilligáfu og geðveiki, hugsanlega er einfaldlega átt við að umræddur aðilli er svo góður í fótbolta að það jaðrar við geðveiki.
Flestir kannast svo við Kallana, þeir hafa búið sér til sérstæðan orðaforða og glætt gömlum orðum nýja merkingu. Það er hugsanlegt að það hafi verið tilgangurinn. Í BNA talar fólk stundum um að eitthvað sé feitt þegar það á við að eitthvað sé flott eða töff. Hugsanlega er bara um nýorðasmíð úr gömlum orðum að ræða.
Það eru svo sem margar hugsanlegar ástæður, það er erfitt að finna út hvað á við hverju sinni.