Heimspeki er einfaldlega hæfileikinn að geta undrast.Á fornöld,alveg að tímum grikkja, útskýrðu mennirnir það sem þeir skildu ekki með trúarbrögðum t.d. á Norðurlöndunum. Þegar það fór að rigna skildu ekki menn af hverju. Hinsvegar sáu þeir að regnið gerði gróðrinum gott og stuðlaði að góðri uppskeru á ökrunum og að þrumum fylgdu miklar rigningar. Þess vegna trúðu þeir á þrumuguðinn Þór sem kastaði hamri sínum Mjölni, í jötnana vondu. Þegar Þór stuðlaði að regninu varð hann mjög “vinsæll” meðal manna á norðurlöndunum.
Það sama var upp á teningnum hjá Grikkjum, þeir trúðu á allsskonar guði. Um 500 f.kr. komu upp þó nokkuð af fólki sem reyndi að fá aðeins jarðbundnari skýringar á fyrirbærum náttúrunnar og hugtökum og þeirri goðsagnakenndu heimsmynd sem hafði verið völd.
Á nútímamáli: Trúarbrögð eru bara svindl. Þau eru bara svör við einhverju sem mennirnir skildu ekki.