Þetta vandamál sprettur upp af einföldum misskilningi. Hænur þróuðust ekki úr einhverju öðru í einum ætlið. Það sem einkennir hænu í dag eru mörg smáeinkenni sem saman mynda þessa heilsteyptu mynd af hænu sem við höfum í kollinum (og að sjálfsögðu er heildinn meiri en summa partanna). Annað hvort verður að svara spurningunni þannig að eggið hafi komið á undan, þ.e.a.s. síðasta stökkbreytingin sem bjó til síðasta smáatriðið sem einkennir hænu kom fram í eggi einhverskonar forvera hænunnar. En er þessi eina stökkbreyting næg til þess að gera foreldra ungans að annarri tegund? Varla, tegundir einfaldlega verða ekki til við einhverjar heljarinnar stökkbreytingu í einum ættlið. Réttast væri því að segja að hænan kom fram með tímanum, hvorki eggið né hænan var á undan.
Upphaflega þrætuatriðið sprettur einfaldlega út frá fávisku þess sem datt þessi spurning í hug. Hann skildi greinilega ekki hvernig þróun átti sér stað (eða þá vildi rugla fólk í ríminnu um ókomna tíð). Það er spurningin sem er heimskuleg frekar en svörinn við henni, því hún gerir ráð fyrir því að annað verði að hafa komið á undan, þótt það sé ekki rauninn.