Mannshugurinn...
Ég lenti í því einhverntíma að ég þurfti að leggjast á gólfið, tæma hugann og hugsa um alls ekkert, bara liggja. Það tókst ekki að hugsa um ekkert því ég var alltaf að einbeita mér að því að hugsa um ekkert. Um leið var ég að hugsa um að hugsa um ekki neitt. Er hægt að hætta að hugsa? Hvernig hugsar maður annars? Ekki hugsar maður í máli því þá gætu lítil börn ekki hugsað, ekki hugsar maður í myndum, því þá gætu blindir ekki hugsað. Þessi pæling er farin að fara virkilega í taugarnar á mér.