Hmm…
Vel sagt! Þú hlýtur að hafa rétt fyrir þér. Já, ég biðst afsökunar á *****skapnum í mér.
En ég ég skal segja þér, svo að annar okkar noti rök í þessari samræðu - til tilbreytingar, hvernig þetta tvennt er sambærilegt.
Það tilheyrir skilgreiningunni á hugtakinu ‘blinda’ að þeir sem eru blindir sjá ekki. Þarna á milli er rökfræðilegt jafngildi, þ.e. ef þú sérð ekki þá ertu blindur og ef þú ert blindur þá sérðu ekki (og þar með ekki liti).
Þar af leiðandi er merkingarlaust að segja að blindir sjái liti - augljóslega - og það sem þú ert að reyna að segja með þessum orðum þarf einfaldlega að orða öðru vísi. Svo það hafi einhverja merkingu. Það er ekki hægt að ákvarða hvort setning sé sönn eða ósönn nema að því gefnu að hún hafi merkingu.
Jafnframt er það svo, að ef beltið þitt er 10sm að lengd, þá getur það ekki verið 20sm að lengd þar að auki. Þessir eiginleikar útiloka hvor annan. Þannig er setningin ‘beltið er 10sm og 20sm’ strangt tekið ekki _ósönn_ - hún einfaldlega beitir hugtökum ranglega. Sem gerir það að verkum að erfitt verður að ákvarða sanngildi hennar.
Eins er það strangt tekið ekki ósatt að tölur (öfugt við tölustafi) geti verið grænar. Heldur hefur þessari setningu ekki verið gefin merking.
Enjæja, ég hefði getað sleppt þessu öllu og sagt bara ‘Vá þetta er svooooo ekki sambærilegt…’ og allir hefðu séð að ég hefði rétt fyrir mér.
Ekki satt?