Það varst þú sem hélst að ég væri að tala um lögmál, ekki gleyma því. Ég er hinsvegar að benda á að lögmál eru ekki “það sem gerist og það sem ekki gerist”. Tökum sem dæmi þyngdarlögmálið, það hefur ekki alltaf átt við og það er skekkja í því. Ef ég myndi virkilega halda að bann þýddi það sama og að eitthvað gerðist aldrei, þá hefði ég ekki tekið dæmi þar sem nákvæmlega það gerðist (ég notaði dæmi um morð, þá er eitthvað gert sem er bannað). Þetta eru ályktanir þínar, ég sagði ekkert í þessum dúr.
Ef Guð er dauður er vissulega allt sem hann sagði að væri óleyfilegt líklegast merkingalaust, en það þýðir ekki að ALLT sé leyfilegt (fyrir utan það að hann setti aldrei neinar reglur, heldur var það fólk eins og alltaf). Það eru ríki og stofnanir sem enn setja boð og bönn, ég er einfaldlega að benda á að, í fyrsta lagi Guð kemur ekkert nálægt þessu og í öðru lagi þá eru enn þá hægt að gera hluti í leyfisleysi þótt svo að engin Guð sé til.
Þessi umræða spratt upp úr algengum misskilningi á tilvitnun í Nietzsche að ég held. Það að Guð er dauður þýðir aðeins að hugmyndin er dauð, reglur og lög eru enn þá gildandi í samfélagi manna jafnvel þótt svo að við hættum að trúa á ímyndaðar verur.