Það er til dæmis ósatt að ég sé kona, að ég sé 25 ára, að ég sé bandarískur ríkisborgari, að ég sé örvhentur, að ég sé sálfræðingur, að ég eigi apple tölvu, að ég hafi aldrei komið til Grikklands eða Noregs, að ég hafi komið til Japans og Kína o.s.frv.
Þú getur auðvitað haldið því fram að ef “Kína” þýddi “Noregur”, þá væri setningin “gthth hefur komið til Kína” sönn. En þetta er bara útúrsnúningur. Við erum jú að ræða saman á íslensku þar sem “Kína” merkir Kína en ekki Noreg. Og auk þess, ef þú skiptir svona um mál og ferð skyndilega að nota orðin ekki í íslenskri merkingu, heldur á nýjan hátt þannig að það henti þér, t.d. þannig að orðið “Kína” merki Noreg og setningin “gthth hefur aldrei komið til Kína” verði sönn, þá verður neitun hennar um leið ósönn, þ.e. setningin “það er ekki svo að gthth hafi aldrei komið til Kína” er þá um leið ósönn. Þannig að þrátt fyrir allan útúrsnúninginn sem einhver kynni að reyna, þá eru og verða samt alltaf til ósannar setningar.
___________________________________