Vinur minn sem er nú að leggja lokahönd á master í heimspeki hjálpaði vini sínum eitt sumarið við veiðar á smátrillu í Húnaflóa.
Í verðbúðinni sátu þeir eitt sinn með “köllunum” og voru að ræða málin. Þá spyr einn vin minn hvað hann hafi fyrir stafni dags daglega. Vinur minn svarar að hann sé í heimspeki í háskólanum. Nú, já! Sögðu karlarnir og spurðu hann hvað heimspeki væri. Hann svaraði að heimspeki snérist um að skilja heiminn í kringum okkur! Hann sá um leið eftir því að hafa sagt nokkuð um nám sitt þegar einn af körlunum spurði hann “…og hvað er það svo sem sem þú skilur ekki væni minn?” :)

Ingi
www.facebook.com/teikningi