Þú skýrir ekkert með því að fara frá einu heiti yfir í annað. Núna þarf bara að skilgreina rökhugsun, og svo er það bara einn hluti af því sem almennt er talið vera greind.
Margar kenningar til varðandi greind. Ein sú vinsælasta er örugglega frá Gardner, eða fjölþáttakenning hans. Þar sem greind er skipt í sjö flokka. Spearman (1927) tveggja þátta stigveldiskenning ('g' general intelligence) og hugmyndir Thurstones (1938) og Guilfords (1967) um sértæka greind og fleiri og fleiri. Galton, Binet, Terman, Wechsler, Sternberg, Goleman, Bar-On og margir fleiri. Allir hafa þeir reynt að skilgreina greind, ekki ríkir sátt um skilgreininguna ennþá. Þú mátt endilega koma með þína kenningu en þá þarftu líklega að gera rannsóknir og vinna mikla vinnu til að vera viðurkenndur. Hugtakið greind og það sem er í kringum það er bara ekki svo einfalt.
—Halldó