Hver fékk hugmyndina að stríðum og styrjöldum?
það er einn hlutur í heiminum sem ég hef aldrei fengið skilning á, afhverju býr þetta hatur í mönnunum, Afhverju getur fólk ekki lifað í sátt og samlyndi við hvert annað?
Svarið er að fólk hefur ekki tíma til að hugsa um aðrar manneskjur.
Margir eru búnir að gefast upp á því að bjarga heiminum frá hatrinu því þeir halda að þeir séu svo vanmáttugir gagnvart þessari stóru bláu jörð sem við lifum í, en sannleikurinn er sá að það þarf bara einn til að byrja á að breiða góðmennsku í kringum sig.
það eru margir sem hafa stór orð um það hvernig eigi að bæta heiminn, en þetta er fólk sem bíður eftir því að einhverjir aðrir geri það fyrir sig.
Raunin er sú að lausnina er að finna innra með okkur öllum, ef fólk gerði einhvað fyrir aðra í staðinn fyrir að halda að allir aðrir skuldi sér einhvað, myndi friður smátt og smátt breiðast um samfélagið og það myndi gera það að verkum að það yrði auðveldara að lifa í ást og hamingju við hvort annað. Glæpum fækkaði til muna og okkur liði miklu betur.
Ég er manneskja sem trúi ekki á tilviljunarkennt líf, þar sem allir draga heppni eða óheppni sína upp úr hatti.
Við fáum það sem við eigum skilið´. Ef allir lifðu eftir þessum reglum, réði kærleikurinn ríkjum.
Langferð hefst á einu skrefi.
Fegurðin er í augum sjáandans…