Er “af hverju” alltaf endilega ‘gild’ spurning?
Ég held að það sé ekkert “útaf því” svar í sambandi við fjölmargt í heiminum, t.d. aðdráttarafl, þar sem þú nefndir það. (“útaf því” væri semsagt svarið við “af hverju :D)
Af hverju binst súrefni hemóglóbíni, sem gerir okkur fært að lifa? Það gerist bara…
”liggur í eðli hlutanna“, eins og mig minnir að Damphir segi. :P
Það er líka spurning hvort maður geti ekki haldið áfram að spyrja ”af hverju“ þó að maður hafi fengið ”fullnægjandi svar“.
Svo ég leyfi mér nú að fara ennþá lengra með þetta, er þetta ekki ástæðan fyrir því að það þarf að setja ákveðnar forsendur? Eitthvað sem maður getur ekki spurt um ”af hverju“ útafþví að svarið er einfaldlega ”af því bara" skv. skilgreiningu.
Já.. þetta er komið út í raus.
Kv. :P