Persónulega lýt ég ekki á almennilegt uppeldi sem réttindi heldur sem privilege (man ekki íslenska orðið eins og er) og er ég einmitt að meina það að þessi lög um mannréttindi eru á algerlega röngum forsendum. Að vísu myndi það skapa vandamál ef að krakki myndi bara vera skilinn eftir einn og líka eru fullt af pörum sem geta ekki eignast börn svo ættleiðing hjálpar þessu pari og jú, kemur upprennandi barni í góðri umsjá inní samfélagið.
Að vísu rétt, að hafa bróður sem væri fatlaður myndi ég líklega aldrei hugsa einu sinni um þetta. Ást mín á bróður mínum myndi algerlega skyggja á alla rökhugsun á þessa umræðu. Ég tel mig ekkert hafa beint gegn fötluðum heldur.
Mér þykir afar leitt með félaga þinn og ég vona að þú lýtur þetta ekki á árás á einhvern sérstakan þegar ég segi að þar sem að hann fékk hjálp, hve ömurleg sem hún kunni að vera (voðalega heyrir maður mikið um læknamistök á Íslandi). Svona hjálp fékk fólk ekki fyrr á tímum, eitthvað var að og engin jurt eða hjátrú sem átti að lækna það þá gat enginn gert neitt. Við tökum spítalana ‘for granted’ (man ekki íslenskuna fyrir þetta) og stoppum ekki til að hugsa hvernig við værum án þeirra. Vinur þinn væri líklegast dáinn (fer eftir málavöxtum fæðingarinnar greinilega).
Ég var á gangi um miðbæin á 17.júní síðastliðinn og fékk kjaftshögg, sá aldrei árásarmanninn og hef enga ástæðu en til annars að halda að þetta var algerlega handahófskennt, rangur maður á röngum stað. Brotnaði tönn í tvennt gegnum taug og kjálkabrotnaði ég svo ekki gat ég borðað fast fæði í mánuð. Óheppni, en þakklátur er ég fyrir umönnunina og tryggingarnar sem að loksist sáu sér fært að borga eitthvað eftir öll þessi ár að fela sig bakvið smáa letrið.
Ég á ekki við að við séum jafnir vegna þess að við erum báðir menn. Ég er að segja að fólk vil að allir hafi jafn réttindi, með því að tryggja réttindi allra ertu að tryggja eigin réttindi og réttindi fyrir barnið þitt o.s.frv.
Það er nefnilega málið, við höfum öll eins réttindi því við fæðumst? Það er þessi ‘heilagleiki lífs’ sem að ég er að meina.
P.s. fiat peningar eru ekki mælieining á auðlindir, svo þeir geta hvorki verið góð eða léleg mælieining í þessu samhengi. Varðandi kirkjur; þú getur bara litið á þær sem stóran minnisvarða, enda eru þær flestar stútfullar af list sem þú virðist vera hrifin af. Gætum líka breytt þessu í svona Church of Reason af franskri fyrirmynd.
Fyrst voru hlutir teknir skiptum, var það mjög erfitt alltaf að vera að taka með sér fullt af hlutum í bæin svo að sett varð verð á hluti og komið var með pening sem gjaldmiðil. Peningur er skiptanlegur fyrir flestallt efni og þjónustu. Auðvitað ekki formleg mælieining en mælieining þó.
Hehe var nærri því búinn að missa mig í trúarumræðu og þá er einmitt tími til að stoppa á meðan ég get ^^.