Ég sagði aldrei að skoðanir séu ekki hluti af heimspeki. Það skiptir þó máli hvers eðlis þessar skoðanir eru. Skoðanir sem varða tilfinningar fólks um hvað sé gott eða vont, eitthvað sem getur breyst dag frá degi, er bara ekki partur af heimspeki. Einmitt eins og að mér finnist cheerios gott eða að mér finnist Marx hafa verið besti heimspekingurinn. Það vantar að hafa eitthvað á bakvið það sem maður segir. Ef hver og einn á bara að hafa sína skoðun um hluti og ekki er hægt að bera saman gildi þeirra þá er það ekki heimspeki. Það getur enginn sagt neitt við því að mér þykir cheerios gott, ef einhver spyrði þá myndi svarið vera “afþvíbara”. Og það eru þessar “afþvíbara” skoðanir sem eru ekki og eiga ekki að vera hluti af heimspeki. Það er bara eitthvað annað.
Ég held þú þurfir að lesa þér til um allar þessar hyggjur áður en þú ákveður þig. Það er t.d. ákveðinn röklegur galli á efahyggju (hugsanlega í fleirtölu). Mesti efahyggjumaðurinn er Berkeley sem var einhyggjumaður, og síðan Descartes sem var tvíhyggjumaður. Fyrirbærahyggja eða phenomenalism hafnar tvíhyggju en er um “sense-experience” ss maður skynjar ekki heiminn beint, sem er kannski ekki efahyggja en maður getur efast um aðra huga.
Varðandi póst-módernisma: þeir segja að sannleikur sé afstæður og sé ekki endilega sá sami fyrir hvern og einn. Ég er ekki sá besti til að rakka þá niður en þessi stefna gengur bara alls ekki upp. Margir pómóar segja t.d. að ekki sé til neinn sannleikur, en þegar þeir segja þetta þá hljóta þeir að trúa að þessi setning feli í sér sannleika, sem þýðir þá að hún gengur ekki upp.
—Halldó