“Við skynjum ekki hugtök” nei en við skynjum það sem hugtakið eru um (hljóð), það er um skynjun okkar á hreyfingum loftagna. Skynjunin hefur bara merkingu okkar á milli.
Ef þú tekur hljóð út úr mannlegu samhengi þá eru þetta bara hreyfingar loftagna. Það sem gerir þetta að einhverju er skynjun okkar og flokkun á því sem við erum að skynja. Við búum til upplýsingar í kringum hreyfingar loftagna því það hefur hjálpað kynslóðunum að komast af. Alveg eins með liti, litir eru bara bylgjulengdir ljóss án mannlegs samhengis. Það sem gerir rauðann að rauðum er flokkun okkar á bylgjulengdum 620nm til 700nm ca. Rauður án mannlegs samhengis er ekki til.
Við búum til hugtökin á grunni skynjunarinnar. Mörg ‘hljóð’ sem við heyrum ekki, og margir ‘litir’ sem við sjáum ekki. Þetta er til sem efnislegt fyrirbæri en sem skynjun er það ekki til. Það hefur enginn skynjað bylgjulengdirnar 900-1000nm, sem ‘litur’ er það ekki til.
Það sem ég er að meina er að ef enginn upplifir hið efnislega sem er þá hreyfing loftagna þá er þetta bara hreyfing loftagna en ekki hljóð. Myndirðu kalla tíst í háþrystiflautu sem er ofar mannlegri heyrn, hljóð? Þar sem enginn skynjar það er það ekki hljóð. En hvað um það sem einhver gæti hugsanlega skynjað en enginn gerir? Ég tek þá afstöðu að segja, það er ekki hljóð því enginn skynjar hreyfingar loftagnanna.
Þú getur tekið þá afstöðu að segja að hljóð sé allar hreyfingar loftagna sem mannleg eyru gætu skynjað.
—Halldó