hugrekki
kæru hugarar mig langar að setja fram kenningu um hugrekki, samt ekki, mig langar að koma í smá leik um hugrekki ég hef sett fram kenningu sem fólk vill meina að sé heimskuleg og barnaleg! ég er kallaður “wannabe” heimspekingur og bið eikkern að afsanna mig eða vera sammála mér! ég vakna eina nóttina og hugsa um bara eitthvað og af einhverjum ástæðum poppar það upp í huganum að það sé ekkert hugrekki í óttalausum manni vegna þess að þar er enginn ótti til að yfirvinna með hugrekki þessvegna eru það skræfurnar sem geta orðið hugrakastar vegna þess að þar er mesti óttinn og kvíðinn að yfirvinna ég vil meina að þegar feimið fólk talar kvíðið fólk stendur sig vel með ræðu eða leikari sem fær sviðsskrekk og stendur sig frábæralega eða rengla sem stendur uppi í hárinnu á andstæðingi sínum, það eru þau sem eru hugrökk, að yfirvinna sinn eiginn ótta er hugrekki ekki að bjarga einhverjum óttalaus heldur það að ná valdi á huga(heila ekki huga.is:P) og líkama og yfirvinna sinn persónulega ótta það er hugrekki og ekkert annað!