Ég er frekar nýr hér á huga/heimspeki, hefur einhver umræða verið í gangi um fyrirfram og eftirá þekkingu? Eða a priori og empirical knowledge.

Empirical knowledge: er þekking sem við getum einungis öðlast með reynslu.
A priori: er þekking sem hægt er að komast að með röklegri hugsun, þar sem ekki þarf reynslu.

Það er oft talað um ratiocinative(rökleg) og experiential(reynslu) þekkingu í sambandi við hin tvö hugtökin, þar sem empirical hefur aðeins experiential þekkingu og a priori getur haft bæði.

Eitt skemmtilegt dæmi: hinar 7 brýr Köningsberg, ímyndið ykkur stóra á með tveim eyjum. Eyjurnar tvær eru tengdar á milli með einni brú, eyja eitt hefur fjórar tengingar við bakkana, tvær sitthvoru megin. Eyja tvö hefur tvær tengingar við bakkana, ein sitthvormegin. Fólkið í Köningsberg vildi vita hvort hægt væri að fara yfir allar brýrnar án þess að fara yfir sömu brúnna tvisvar. Til þess að komast að þessu þá tók fólkið sig til og labbaði yfir brýrnar, þau vildu sannreyna þetta. Og viti menn eftir mörg erfið ár að labba yfir brýr þá komust þau loks að niðurstöðu. Þið megið reyna við þrautina ;)

Hér myndu margir segja að væri komið klárt dæmi um reynsluþekkingu, og jú það er satt. En væri hægt að komast að hinu sama án þess að labba þetta allt saman?
Ef við gætum það þá væri þekkingin bæði komin af reynslu og rökhugsun.

Hvort er þetta þá a priori eða empirical þekking?


— Halldó