Já, aðeins kannski að leiðrétta hér.
Empírísk þekking er reynsluþekking (af forngríska orðinu “empeiría” sem þýðir reynsla). Þekking sem er
eingöngu reynsluþekking er sú þekking sem er ekki hægt að vita
a priori (þ.e. án athugunar eða skírskotunar til reynslu). En það er strangt tekið ekkert sem segir að að tiltekin þekking sem við höfum aflað okkur með reynslu þurfi að vera
eingöngu reynsluþekking, heldur gæti verið hægt - eins og í þessu dæmi - að vita sama hlutinn annars vegar á grundvelli reynslu og hins vegar á
a priori grundvelli.
Lítum á tvær tilvitnanir í alfræðirit um heimspeki, sem útskýra þetta kannski betur en ég get gert.
Fyrst er hér tilvitnun í
Oxford Dictionary of Philosophya priori/a posteriori: A contrast first between propositions. A proposition is knowable a priori if it can be known without experience of the specific course of events in the actual world. It may, however, be allowed that some experience is required to acquire the concepts involved in an a priori proposition. Something is knowable only a posteriori if it cannot be known a priori
(leturbr. mín)
Síðan er hér tilvitnun úr
Routledge Encyclopedia of Philosophy[...] ‘a posteriori’ signifies a kind of knowledge or justification that depends on evidence, or warrant, from sensory experience. A posteriori truth is truth that cannot be known or justified independently of evidence from sensory experience, and a posteriori concepts are concepts that cannot be understood independently of reference to sensory experience. A posteriori knowledge contrasts with a priori knowledge, knowledge that does not require evidence from sensory experience. A posteriori knowledge is empirical, experience-based knowledge, whereas a priori knowledge is non-empirical knowledge. Standard examples of a posteriori truths are the truths of ordinary perceptual experience and the natural sciences; standard examples of a priori truths are the truths of logic and mathematics. The common understanding of the distinction between a posteriori and a priori knowledge as the distinction between empirical and non-empirical knowledge comes from Kant’s Critique of Pure Reason (1781/1787).
Tökum eftir því að í fyrri tilvitnunni er þekking sem er sögð vera
einvörðungu a posteriori sögð vera sú sem er ekki hægt að vita
a priori; en það er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að hafa þekkingu sem er ekki
einvörðungu a posteriori, m.ö.o. þekkingu sem gæti verið
a priori en sem maður gæti líka haft vegna þess að maður aflaði sér hennar með reynslu.
Með hliðsjón af þessu mætti segja að í dæminu um fólkið í Königsberg sé það hvort hægt sé að fara yfir allar brýrnar án þess að fara tvisvar yfir neina þeirra ekki
bara a posteriori þekking af því að það er líka hægt að vita það
a priori. Þetta er í raun ekki neitt þekkingarfræðilegt vandamál, heldur bara spurning um að fara rétt með hugtökin.
Af því að Calliope lýsir yfir efasemdum um að empírísk þekking sé það sama og
a posteriori þekking, þá ætti að vera ljóst af báðum tilvitnunum að svo sé og einkum og sér í lagi ætti síðari tilvitnunin að taka af allan vafa. Spurningin um reynsluþáttinn í
a priori þekkingu er hins vegar eilítið flóknari, eins ýjað er að í fyrri tilvitnuninni; t.d. bara hvað varðar uppruna hugtakanna sem við notum.