Fortíðin er liðin og ekki mikið hægt að gera við hana nema læra af henni og nýta þekkinguna til góðs. Annars er framtíðin þannig að þegar hver og einn einstaklingur þarf að velja á milli einhverja möguleika þá skiptist heimurinn í hvert val. Þannig að það eru milljónir heima þar sem sagan gerist öðruvísi vegna val annarra. Hitler gæti hafa náð heimsyfirráðum eða eitthvað. Það var einhver austurlenskur heimspekingur sem kom með þessa kenningu og má sjá glitta í þessa kenningu í örfáum Star Trek þáttum (so I watch Star Trek :) sue me).
Það er hægt að fara í framtíðina en ég efast um að hægt sé að fara aftur á bak, einfaldlega út af því að breytingar á fortíðina geta valdið því að sá sem breytir fortíðinni fari ekki aftur þannig að enginn breytti fortíðinni. Með þessu myndi heimurinn lenda í loopu eins og gömul tölva og frjósa. Skemmtileg hugmynd að mínu mati. Aftur á móti sé ég fram á að hægt væri að fylgjast með fortíðinni, að hægt yrði að hanna tæki til að skoða fortíðina. Það myndi ekki valda neinu hnjaski á tímarásinni.
Aftur á móti ef maður hugsar um að til eru allar þessar útgáfur af sögunni þar sem heimurinn skiptist í hvert val osfrv. þá má kannski ferðast aftur í tímann og breyta sögunni en hún myndi ekki breyta neinu í heimi þess sem ferðast aftur þar sem það er liðið en þessi breyting myndi búa til annan veruleika þar sem sagan breytist.
Það er endlaust hægt að tala um tímaflakk og tíma og maður hefur varla tíma til að tala um tíma or something :)
BTW: Þetta er mitt álit á málunum. Svo að ég sé ekki að gera neinn reiðann :)<br><br>—————————
“Spiritual atonement can be achieved with the exertion of body through the power of Martial Arts”
<br>
<a href="
http://www.svanur.com">www.svanur.com</a