Veit reyndar ekki betur en ég hafi nákvæmlega verið að segja afhverju mér líkaði við bækurnar, þú ættir kannski að “eyða meira púðri” í að lesa svörin mín en að úthugsa næsta heimsspekilega svar? – Málið er að þú krafðir mig rökstuðnings áður en þú hafðir gefið þinn eigin. Af hverju þarf ég að réttlæta skoðun mína fyrir þér áður en að þú gerir það sjálfur? Þú vissulega gerðir tilraun til þess eftir að ég spurði þig. Þú sagðir í framhaldi af því:
Fannst bara svar þitt lélegt þar sem þú gafst þér ekki meira en það að segja [...] án þess að bera nokkur rök fyrir því. Í næsta svari benti ég einfaldlega á að þú hafðir ekki útskýrt á nokkurn hátt í fyrsta svari þínu af hverju þér þætti bókinn góð, þú sagðir að hún hefði fengið þig til að hugsa (um hvað?) og það væru stórar spurningar í henni og sömuleiðis stór svör. Þetta er engin rökstuðningur fyrir ágæti ritverksins og það var
þetta sem ég var að benda á, ég neitaði því ekki að einhver útskýring á áliti þínu hefði komið seinna. Þú virtist bara ekki sjá að þú hafðir krafið mig um rökstuðning fyrir skoðunum mínum áður en þú gerðir kröfuna á sjálfan þig sem mér þótti hræsni og benti þess vegna á.
Næsta mál á dagskrá; þú segir að Guð merkir ekki það sama í bókinni og það sem hann gerir fyrir flestum okkar í dag. Ég neitaði því ekki, ég benti á að útskýringin í bókinni væri nær útskýringum síðari heimspekinga sem voru uppi löngu eftir að Biflían var skrifuð (ef ég man rétt segir Guð í bókinni að Biflían sé engin alvöru heimild um orð Guðs etc.) og ætti meira skylt við Bahá'í trú. Þetta var mín upplifun á Guð-inum sem lýst er í bókinni, hver er þín útskýring? Þú hefur sagt hvað hann er ekki og að hann hafi breytilega merkingu, en hvaða merkingu hefur hann fyrir þér? Finnst þér líklegra að til sé Guð eins og lýst er í bókinni eftir lesturinn, líturu á þetta sem persónugerving, eða hvað? Þetta er til dæmis eitt af atriðinum sem fældi mig frá bókinni, það er ekkert nýtt þarna og ég þóttist sjá að þetta stefndi bara út í lélegar útskýringar sem byggðu á þeirri forsendu að til væri Guð en ég gæti ekki skilið (þ.e.a.s. forsenda sem ég get ekki hrakið því ég skil ekki einu sinni það sem ég er að hrekja).
Frekar erfitt fyrir mig að ráðast á kóranin eða Andrés Önd ef ég hef ekki lesið bækurnar/blöðin ekki satt? – Málið er það þú þarft ekki að lesa Andrés Önd lengi til að átta þig á því um hvað hann snýst (ég held áfram að lesa Andrés Önd því ég átta mig á því hvernig framhaldið verður, fleiri komískar teiknimyndasögur) sömu leiðis áttaru þig á því hvað kóraninn er um mjög fljótlega eftir að þú byrjar að lesa hann (hann er trúarrit sem er skylt öðrum abrahímskum trúarbrögðum og fer hörðum orðum um þá sem ekki trúa og lofar ágæti Guðs síns frekar oft, sem segir mér að hún sé frekar öfgakennd (bókin, ekki Íslam)). Eins og ég sagði fyrst, ég hef ekki tíma í að lesa allar þessar tuttugu bækur sem kallinn hefur skrifað um efnið (Conversations with God og svo allar hinar bækurnar sem eru í sama stíl) og þess vegna dæmi ég bækurnar eftir þeim hluta sem ég las. Sá dómur stendur þangað til einhver annar hefur sannfært mig um ágæti ritverka hans og ég hef einfaldlega ekki fengið þá sannfæringu.
Hefurðu lesið Gods Debris? Það er pæling á svipuðum nótum, þú byrjar með einhverjar grunnforsendur og heldur áfram að leiða þig áfram röklega frá þeim og býrð til einhverja heillandi speki. Hún virðist afar rökrétt í fljótu bragði en forsendurnar o.s.frv. eru ekki allar þar sem þær eru séðar.
Bókin er hérna:
http://www.andrewsmcmeel.com/godsdebris/Bókinn er svona klukkustund í lestri (rétt um 100 bls.), tekur enga stund að lesa þetta ólíkt Conversations with God. Held þetta séu bókmenntir sem þú hafir áhuga á. Ég einfaldlega nenni ekki að lesa svona bækur lengur í heild sinni því þær eru að mínu mati allar keim líkar.