Ég er alltaf að reyna að benda mönnum á hvað það er mikilvægt að gæta að því hvernig við tökum til orða. Eins og ég hef reynt að benda á í grein minni “Parmenídes, Platon og rökgreining” geta heimspekileg vandamál sprottið upp vegna þess að tungumálið flækist fyrir mönnum. Einhver kann að halda að þetta sé ekki brýnt vandamál. En það er alvarlegt þegar hugsun meirihlutans er í meira lagi óskýr. Ég vil benda á að á sjöunda hundrað manns hafa sagst ætla að mótmæla “dómum fyrir afbrot sem þetta” í “Hverjir ætla..” á forsíðunni. Hvernig á nú að skilja það? Ætlar allt þetta fólk að mótmæla öllum dómum fyrir “afbrot sem þetta”? Það er bara spurt hverjir ætli að mótmæla dómum, ekki hverjir ætli að mótmæla of vægum dómum. Þetta fólk virðist því ætla sér að mótmæla því að dómar séu dæmdir fyrir svona afbrot. Ég held samt að fólkið hafi ætlað að mótmæla of vægum dómum fyrir afbrot sem þetta, en ekki að dómar séu felldir almennt fyrir afbrot sem þetta.
Svona er það þegar menn tala/skrifa áður en þeir hugsa<br><br>__________________________
No entity without identity.
___________________________________